Fjórða iðnbyltingin

Fjórða iðnbyltingin er tískuorð yfir þær tæknibreytingar sem nú eru alls ráðandi. Þessi bylting byggir á hugbúnaði og stafrænum gögnum. Margt af því sem áður var analóg eins og pappír, umsóknareyðublað og flugmiði eru nú stafræn gögn í símanum okkar. Tækni eins og gervigreind, hlutanetið og róbotar eru dæmi um tækni sem núna er verið að innleiða í samfélagið.

Þó svo að orðið „bylting“ sé notað um margt þá er tækniþróun miklu nær því að vera hægfara þróun, þar sem eitt leiðir af öðru. Stundum koma þó fram tímamótaskref og veldisvöxtur í framförum í kjölfarið. Þá tala menn gjarnan um byltingar. Auðveldara er þó að líta til baka og sjá allar framfarnirnar en að átta sig á þeim meðan á þeim stendur.

Síðustu tvo áratugi frá aldamótum hafa framfarir átt sér stað á mörgum sviðum. Lögmál Moore, sem segir að tölvur verða afkastameiri ár eftir ár, hefur meira og minna haldist síðan um miðja síðustu öld og nú er tölvur það öflugar og ódýrar að snjallsími í höndum tánings er með meiri reiknigetu en allar þær tölvur sem notaðar voru í Bandarísku Appolo geimferðaáætluninni.

Þessi afkastageta ásamt því hve örgjörvar eru orðnir smáir virka sem eldsneyti á aðrar framfarir. Því höfum við séð gervigreind fara á nýtt stig. Alls kyns skynjarar, öflugar tölvur eru nú fjöldaframleiddir og komið fyrir í alls kyns heimislistækjum, bílum og í umhverfi okkar. Þannig eru tæki og hlutir sem við notum hversdagslega farnir að tala við Netið og eiga samskipti við okkur og önnur tæki.

Þá hefur skilningur á mæltu máli gert það að verkum að nú getum við talað við hlutina og gefið þeim þannig skipanir. Með tölvusjón geta róbotar skynjað umhverfi sitt og athafnað sig í rými. Róbotar sem vinna með fólki verksmiðjum geta aðstoða fólk við vinnu sína.

Þetta og margt fleira er viðfangsefni í bók sem ég skrifaði og gaf út árið 2019, Fjórða iðnbyltingin. Ritið var hugsað sem texti á íslensku fyrir Íslendinga. Því miður er lítið skrifað um tækniþróun á íslenski en þarna er komið rit sem fyrir yfir þessar tækniframfarir sem komið hafa fram undanfarna áratugi.

Hægt er að nálgast bókina hér: Fjórða iðnbyltingin.