Ferli (processes) eru forrit sem keyra í enterprise kerfum til að framkvæma ákveðnar vinnslur. Þetta eru forrit sem sjá um vinnslur eins og innlestur (import), afstemmingar, eða daglegar uppfærslur og útreikninga. Þessi forrit hafa ekkert viðmót en sinna mikilvægu hlutverki.
Í þessum fyrirlestri ætlum við að skoða hvernig hanna má Process Framework eða ramma fyrir ferli. Við kynnum Ru Process Framework sem er hluti af RuFramework og er dæmi um hvernig má skrifa ramma.
Skoðað er nánar hvernig RU Process Framework er notað til að lesa RSS færslur. Einnig er litið á XML og leiðir til að lesa XML skjöl. Til eru tvær megin leiðir til að þátta XML skjöl og hvor hefur sína kosti og galla. RSS er dæmi um notkun á XML.