Hönnun og smíði hugbúnaðar 2011: F10 Web Presentation – Vefforritun Part A

Umfjöllun um veflagið. Með veflaginu koma ýmis vandamál sem þarf að skilja og leysa. Vefþjónninn er orðinn hluti af lausninni og við þurfum að hanna einhverjar einingar sem sá þjónn talar við. Veltum fyrir okkur hvernig getum við þá hannað veflag. Eitt munstur sem hægt er að grípa til er Model-View-Controller sem er klassískt munstur og hentar vel í öllum tilfellum þar sem aðskilja þarf notendaviðmót frá vinnslu.

Við skoðum MVC og kíkjum nánar á trjár leiðir til að gera controller og þrjú view.

Við munum nota Play! ramminn. Skjölun fyrir þann ramma er hér:

http://www.playframework.org/

Skjölun er hér: Play Documentation. Skoðið einnig ScreenCast sem er á heimasíðunni þeirra.

Lesefni:
Fowler 4, 14
– Model View Controller (330)
– Page Controller (333)
– Front Controller (344)
– Template View (350)
– Transform View (361)
– Two-Step View (365)
– Application Controller (379)

Screencast af play!

F10 Web Presentation – Vefforritun – Part-A